Fara í efni

Bæjarráð

836. fundur 02. maí 2024 kl. 08:00 - 08:39 í fundarsal Breiðumörk 20
Nefndarmenn
  • Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir formaður
  • Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir aðalmaður
  • Friðrik Sigurbjörnsson varamaður
Starfsmenn
  • Pétur G. Markan bæjarstjóri
  • Íris Bjargmundsdóttir Bæjarritari
  • Helga Kristjánsdóttir staðgengill bæjarstjóra
Fundargerð ritaði: Íris Bjargmundsdóttir bæjarritari
Dagskrá
Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir, formaður, setti fund og stjórnaði. Leitaði hún eftir athugasemdum við fundarboð en engar komu fram.

Bæjarráð bauð Pétur G. Markan, bæjarstjóra, velkominn til starfa.

1.Bréf frá nefnda og greiningasviði Alþingis frá 19. apríl 2024

2404125

Í bréfinu óskar umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis eftir umsögn um frumvarp til laga um breytingu á lögum um verndar- og orkunýtingaráætlun, nr. 48/2011 (virkjunarkostir í vindorku), 900. mál.

Lagt fram til kynningar.

2.Bréf frá nefnda og greiningarsviði Alþingis frá 19. apríl 2024

2404124

Í bréfinu óskar umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis eftir umsögn um tillögu til þingsályktunar um stefnu stjórnvalda um uppbyggingu vindorku á Íslandi, 899. mál.
Lagt fram til kynningar.

3.Bréf frá Landskjörstjórn frá 24. apríl 2024

2404129

Í bréfinu eru upplýsingar frá Landkjörstjórn til sveitarfélaga vegna forsetakosninga 1. júní 2024.
Lagt fram til kynningar.

4.Bréf frá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga frá 22. apríl 2024

2404127

Með bréfinu er boðað til aukaaðalfundar Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga í Vestmannaeyjum þann 7. júní 2024.
Lagt fram til kynningar.

5.Bréf frá Landskerfi bókasafna hf. frá 15. apríl 2024

2404123

Með bréfinu er boðað til aðalfundar Landskerfis bókasafna hf. þann 7. maí nk.
Bæjarráð samþykkir að forstöðumaður Bókasafns Hveragerðis fari sem fulltrúi Hveragerðisbæjar á aðalfund Landskerfis bókasafna hf.

6.Viðauki við samstarfssamning milli Hveragerðisbæjar og Sveitarfélagsins Ölfuss vegna skólamála

2404138

Lagður fram viðauki við samstarfssamning milli Hveragerðisbæjar og Sveitarfélagsins Ölfuss vegna skólamála.
Meirihluti bæjarráðs leggur til við bæjarstjórn að samþykkja viðaukann. Minnihlutinn sat hjá.

7.Minnisblað frá forstöðumanni stuðningsþjónustu og málefna aldraðra - garðsláttur fyrir þjónustuþega stuðningsþjónustu 2024

2404141

Lagt fram minnisblað forstöðumanns stuðningsþjónustu og málefna aldraðra er varðar niðurgreiðslu garðsláttar fyrir þjónustuþega stuðningsþjónustu. Í minnisblaðinu er lagt til að breyting verði gerð á niðurgreiðslu í samræmi við hækkað verðlag á garðþjónustu þannig að niðurgreiðsla verði 50% af heildarreikningi en þó að hámarki 8000 kr. fyrir hvert skipti.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja hækkun á niðurgreiðslu garðsláttar fyrir þjónustuþega stuðningsþjónustu í samræmi við tillögu í minnisblaði forstöðumanns stuðningsþjónustu og málefna aldraðra.

8.Verkfundargerð - Breiðamörk frá 3. apríl 2024

9.Verkfundargerð - Grunnskólinn í Hveragerði frá 16. apríl 2024

2404122

Fundargerðin er staðfest.

10.Fundargerð stjórnar Bergrisans frá 18. mars 2024

2404126

Lagt fram til kynningar.

11.Fundargerð Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 19. apríl 2024

2404140

Lagt fram til kynningar.
Fundargerðin upplesin og samþykkt.

Fundi slitið - kl. 08:39.

Getum við bætt efni síðunnar?