Fara í efni

Skipulagslýsing vegna breytingar á aðalskipulagi reitar AF2 og nýs deiliskipulags

Mynd: Hallgrímur Kristinsson.
Mynd: Hallgrímur Kristinsson.

Skipulagslýsing vegna breytingar á aðalskipulagi reitar AF2 og nýs deiliskipulags

Bæjarstjórn Hveragerðisbæjar samþykkti þann 11. apríl 2024 að kynna skipulagslýsingu vegna breytingar á reit AF2 í aðalskipulagi og nýs deiliskipulags fyrir afþreyingarsvæði í Kömbum ofan við Hveragerði.

Markmið skipulagsbreytingarinnar er að víkka út afþreyingarmöguleika í hlíðum Kamba með sleðabraut (e. Alpine Coaster) samsíða Zip-line. Sleðabrautin er ætluð öllum aldurshópum.

Skipulagslýsingin er aðgengileg á Skipulagsgátt, liggur frammi á bæjarskrifstofu Hveragerðisbæjar að Breiðumörk 20 sem og á heimasíðu Hveragerðisbæjar.

Þau sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera skriflega athugasemd með umsögn á Skipulagsgátt, málsnúmer 463/2024, í síðasta lagi 18. maí 2024. https://skipulagsgatt.is/issues/2024/463

Allar fyrirspurnir skulu berast á netfangið hildur@hveragerdi.is

Skipulagsfulltrúi Hveragerðisbæjar


Síðast breytt: 24. apríl 2024
Getum við bætt efni síðunnar?